Frábær þjálfunarleið fyrir annasama einstaklinga sem vilja og ætla að ná árangri

Ekki gera bara eitthvað - láttu hverja æfingu telja!

Dagleg samskipti, stuðningur og aðhald frá þjálfara er snýr að æfingum, svefni, næringu og fleira. Magn, álag og æfingafyrirkomulag ræðst af þínum/ykkar breytilegu þörfum með það að markmiði að allar æfingar skapi árangur og vinni með líkamanum en ekki gegn á sérhverjum tímapunkti.
Fjarþjálfunarleiðirnar sem við bjóðum upp á eru eftirfarandi:

EINSTAKLINGSMIÐUÐ FJARÞJÁLFUN
fyrir einn einstakling og allar æfingar þar af leiðandi sérsniðnar að þínum markmiðum og æfingaþörf. 3-5 æfingar í viku sem og daglegt aðhald , hvatning og samskipti.

PARA/FÉLAGA FJARÞJÁLFUN
fyrir vini/vinkonur eða pör með eins eða mjög líkar æfingaþarfir og -markmið. Æfingarnar eru ýmist para- eða einstaklingsæfingar eftir því hvað þið kjósið yfir vikuna með einstaklingsmiðuðum áhersluaðlögunum inn á milli og eftir þörfum. Við búum til sameiginlegan æfingahóp á Messenger og fara samskipti við þjálfara fram þar í gegn.

HÓPA FJARÞJÁLFUN
þar sem 3-6 vinir/vinkonur með sameiginlegar æfingaþarfir og -markmið æfa saman.
Æfingarnar eru ýmist einstaklings- eða hópamiðaðar með einstaklingsmiðuðum áherslubreytingum og aðlögunum þegar þarf. Hópurinn býr til sameiginlegan æfingahóp á Messenger og fara samskipti við þjálfara fram þar í gegn.

ATH. Allir sem skrá sig og hefja fjarþjálfun hjá Coach Birgir verða að skuldbinda sig til þjálfunar í a.m.k. 3 mánuði svo hámarksárangur allra (þinn og okkar) sé tryggður.

BÆTTUR LÍFSSTÍLL & BETRI LÍÐAN

Þegar leikreglurnar breytast - þurfum við að bregðast við - hvort sem okkur líkar það eða ekki!

12 vikna heilsunámskeið og lífsstílsráðgjöf fyrir konur á forbreytingaskeiði og breytingaskeiði.

Námskeiðið er fyrir konur sem finna og/eða hafa upplifað í talsvert langan tíma að líkami, orka, hugarfar og dagleg líðan eru að breytast og vita ekki hvernig þær eiga að bregðast við því.

Konur sem vilja hætta "að reyna" og læra að það sem virkar og "er rétt" fyrir þær og þeirra daglega líf.

Hér ætlum við ekki að vinna með öfgafullar skammtímalausnir eða -breytingar heldur raunverulegar, skref fyrir skref, sjálfbærar venjur og lífsstílsbreytingar sem styrkja líkama og sál og styðja við aukið jafnvægi í taugakerfi og hormónaframleiðslu.

Á næstu 12 vikum verða þetta okkar forgangsatriði:
* Hreyfing sem styður við hormónajafnvægi og taugakerfi.
* Streita, svefn, endurheimt og álagsstjórnun.
* Sjálfsmynd, sjálfsöryggi, að setja mörk og hvernig við byggjum upp valdeflandi innra samtal.
* Næringamynstur sem hentar á forbreytinga - og breytingaskeiði.
* Daglegar venjur sem gefa okkur orku - ekki tæma hana.

Allt er þetta sérstaklega aðlagað að þér, þínum aðstæðum, líkama og lífi.

VERÐ: 125.000 kr.
(Hægt er að skipta greiðslu í tvennt, annað hvort með millifærslu eða greiðslu með greiðslukorti hér á vefsíðunni.)

Heildræn heilsu- og hreyfiráðgjöf

3 mánaða þjálfun, heilsumarkþjálfun og viðtalsmeðferð

HEILDRÆN HEILSU- OG HREYFIRÁÐGJÖF er þriggja mánaða verkefni/samstarf þar sem unnið er á dýpri stigum en við gerum í öðrum þjálfunarleiðum í gegnum fjarþjálfun og reglubundin samtöl á Messenger/Teams.

Er þetta leið sem hefur hentað einstaklega vel þeim sem þjást af kvíða, átröskunum, kulnun, ofþálfun, langvarandi heilsu- og hreyfingarleysi eða eru að vinna sig upp úr alvarlegum veikindum eða áföllum og vilja nýta til þess aukna hreyfingu og temja sér einfaldar en áhrifaríkar heilsuvenjur á sama tíma.

Er markmiðið ekki að kollvarpa fyrri lífsstíl eða lífsvenjum, heldur bæta inn betri og áhrifaríkari heilsuvenjum og -aðferðum sem smátt og smátt yfirtaka aðrar sem við kjósum að losa okkur við í gegnum jákvæðar, uppbyggjandi samtalsmeðferð, upplýsingagjöf, hvatningu og traust samstarf.

Lögð er rík áhersla á að efla sjálfstraust, hreysti og almenna vellíðan meðan á samstarfinu stendur. ATH. Ekki er um sálfræðimeðferð að ræða heldur hreyfi- og heildrænt heilsueflandi þjálfun fyrir líkama og sál.

Verð: 120.000 kr. fyrir 3. mánuði