Frábær þjálfunarleið fyrir annasama einstaklinga með stór markmið

Ekki láta lífið bara líða - taktu stjórnina og láttu það gerast!

Dagleg samskipti, stuðningur og aðhald frá þjálfara er snýr að æfingum, svefni, næringu og fleira. Magn, álag og æfingafyrirkomulag ræðst af þínum/ykkar breytilegu þörfum með það að markmiði að allar æfingar skapi árangur og vinni með líkamanum en ekki gegn á sérhverjum tímapunkti.
Fjarþjálfunarleiðirnar sem við bjóðum upp á eru eftirfarandi:

EINSTAKLINGSMIÐUÐ FJARÞJÁLFUN
fyrir einn einstakling. Verð: 23.000 kr á mánuði, 61.000 kr. fyrir 3 mánuði, 115.000 kr. fyrir 6 mánuði og 220.000 kr. fyrir 1 ár.

PARA/FÉLAGA FJARÞJÁLFUN
fyrir vini/vinkonur eða pör með eins eða mjög líkar æfingaþarfir og -markmið. Verð: 17.500 kr. á mánuði fyrir hvorn einstakling.

HÓPA FJARÞJÁLFUN
þar sem 3-5 vinir/vinkonur með sameiginlegar æfingaþarfir og -markmið æfa saman. Verð: 15.000 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling.

ATH. Allir sem skrá sig og hefja fjarþjálfun hjá Coach Birgir verða að skuldbinda sig til þjálfunar í a.m.k. 3 mánuði svo hámarksárangur allra (þinn og okkar) sé tryggður.

Heildræn heilsu- og hreyfiráðgjöf

3 mánaða þjálfun og viðtalsmeðferð

HEILDRÆN HEILSU- OG HREYFIRÁÐGJÖF er þriggja mánaða verkefni/samstarf þar sem unnið er á dýpri stigum en við gerum í öðrum þjálfunarleiðum í gegnum fjarþjálfun og reglubundin samtöl á Messenger/Teams.

Er þetta leið sem hefur hentað einstaklega vel þeim sem þjást af kvíða, átröskunum, kulnun, ofþálfun, langvarandi heilsu- og hreyfingarleysi eða eru að vinna sig upp úr alvarlegum veikindum eða áföllum og vilja nýta til þess aukna hreyfingu og temja sér einfaldar en áhrifaríkar heilsuvenjur á sama tíma.

Er markmiðið ekki að kollvarpa fyrri lífsstíl eða lífsvenjum, heldur bæta inn betri og áhrifaríkari heilsuvenjum og -aðferðum sem smátt og smátt yfirtaka aðrar sem við kjósum að losa okkur við í gegnum jákvæðar, uppbyggjandi samtalsmeðferð, upplýsingagjöf, hvatningu og traust samstarf.

Þá er einnig lögð rík áhersla á að efla sjálfstraust, hreysti og almenna vellíðan meðan á samstarfinu stendur. ATH. Ekki er um sálfræðimeðferð að ræða heldur hreyfi- og heildrænt heilsueflandi þjálfun fyrir líkama og sál.