STERKT SUMARTILBOÐ

Vertu í þínu besta formi í allt sumar - óháð hvar, hvenær eða með hverjum/engum þú æfir!

Þú skráir þig, velur eitt af okkar frábæru fjaræfinganámskeiðum og æfir árangursmiðað og áhyggjulaust í allt sumar. Áskriftin gildir til 31. ágúst. Námskeiðin sem þú getur valið um eru:
STERKIR HLAUPARAR/HJÓLARAR
STERKAR Á BREYTINGASKEIÐINU
STERKAR LYFTINGAR
STERKAR KONUR
STERKIR KARLAR

STERKAR Á BREYTINGASKEIÐINU

Æfingar sem færa þér aukin styrk, orku, vellíðan og sjálfstraust

Fjaræfinganámskeið fyrir konur sem vilja ganga glaðari, kraftmeiri og sjálfsöruggari í gegnum breytingaskeiðið.

Þrjár æfingar í viku sem styðja og stilla hormónin eins vel og hægt er og skiptast í tvær styrktaræfingar og eina alhliða æfingu þar sem við æfum þolið, krarftinn, jafnvægið og liðleikann.

Allar æfingar byrja á upphitun, enda á teygjum og eru framkvæmdar að hluta til með búnaði. Verða þátttakendur því að hafa aðgang að æfingabúnaði á borð við handlóð, æfingateygju, ketilbjöllu og mögulega eitt Cardiotæki.

Frábær hvatning, stuðningur og aðhald frá þjálfurum sem og einstaklingsmiðuð aðstoð í tengslum við næringu, hvíld og fleira.

STERKAR LYFTINGAR

Lífið er bara miklu skemmtilegra þegar við förum í gegnum það STERK

Fjarþjálfunarhópur sem býður upp á þrjár 45-60 minútna lyftingaæfingar í viku sem ýmist er skipt upp milli vöðvahópa eða keyrðar alhliða og fjölbreytt.

Allar æfingar eru vel útskýrðar bæði í texta og mynbandi, hefjast á stuttri Mobility upphitun og enda á þægilegri teygjurútínu.

Unnið er með stangir, skífur og handlóð í mismunandi þyngdum í hverri æfingu og því skilyrði að þátttakendur hafi aðgang að fullum lyftingabúnaði.

Samhliða æfingunum verður farið nokkur atriði varðandi næringu og aðra heilsuþætti sem hafa áhrif á líðan okkar og árangur í æfingunum og lífinu almennt.

STERKIR HLAUPARAR

Fjarstyrktarþjálfun fyrir hlaupara sem vilja bæta alhliða hlaupaform sitt og árangur

Tvær 25-45 mínútna styrktaræfingar í viku sem ýmist er hægt að gera samhliða hlaupum eða sem stakar styrktaræfingar heima, utandyra eða ræktinni - með eða án búnaðar.

Allar æfingarnar hafa það að markmiði að efla alhliða styrk, kraft og endurheimt ásamt því að bæta hlaupastíl og fyrirbyggja meiðsli.

Námskeiðið er að fullu keyrt í gegnum lokaða æfingagrúppu á Facebook og er hægt að skrá sig og byrja hvenær sem er.

Mögulegt er að skrá sig til 6. vikna, 12. vikna, hálfs árs eða heils árs í senn.

ATH. Hægt er að kaupa einstaklingsmiðað hlaupaprógram með.

STERKIR KARLAR

Öflugt fjaræfinganámskeið fyrir karlmenn á öllum aldri

Fjórar fjölbreyttar og skemmtilegar 30-60 mínútna æfingar í viku, þar sem engin er eins og því engin hætta á að þú fáir æfingaleiða eða líkaminn venjist því álagi eða æfingum sem þú gerir.

Mánudagar: Functional styrkur,kraftur og úthald með og án búnaðar
Þriðjudagar: Styrktaræfing með búnaði
Fimmtudagar: Brennsla/þol og þrek án búnaðar
Föstudagar: Functional styrkur, kraftur og úthald með og án búnaðar.

Gott aðhald og hvatning frá þjálfurum sem og einstaklingsmiðuð aðstoð er kemur að mataræði, álagsstjórn og öðrum heilsuþáttum.

STERKAR KONUR

Frábært fjaræfinganámskeið fyrir konur á öllum aldri

Fjórar fjölbreyttar og skemmtilegar 30-60 mínútna æfingar í viku svo æfingaleiði eða að þú sért sífellt að endurtaka sömu æfingarúlluna heyrir fortíðinni til.

Mánudagar: Functional styrkur,kraftur og úthald með og án búnaðar
Þriðjudagar: Styrktaræfing með búnaði
Fimmtudagar: Brennsla/þol og þrek án búnaðar
Föstudagar: Functional styrkur, kraftur og úthald með og án búnaðar.

Saman njótum við þess að styðja, hvetja og aðstoða hver aðra í átt að heilbrigðara og hamingjuríkara lífi í hraustari og kraftmeiri líkama.

STERKIR HJÓLARAR

Að hjóla er einfaldlega miklu skemmtilegra í þínu besta formi

Fjarstyrktarþjálfun fyrir þig sem vilt auka alhliða styrk, kraft og endurheimt í gegnum tvær hjólamiðaðar styrktaræfingar í viku.
Hver æfing er um 25-45 mín. að lengd og hægt að gera með eða án búnaðar, hvar og hvenær sem þér hentar.

Eftir því sem líkaminn styrkist, eflist og endurheimt eykst, muntu ráða mun betur við vindinn og brekkurnar, auk þess að verða alhliða öruggari og skilvirkar í öllum hreyfingum og aðstæðum.

Hægt er að skrá sig til 6. vikna, 12. vikna, hálfs árs eða heils árs í senn.

Langar þig að verða sterkari og öflugri þú?

Láttu okkur stýra leiðinni að árangrinum

STERKU fjaræfinganámskeiðin eru frábær þjálfunarleið fyrir alla sem kjósa fulla stjórn á sínum æfingatíma og vilja ná árangri í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar styrktar- og kraftæfingar.

Námskeiðin eru keyrð í gegnum lokaða æfingahópa á Facebook og allar æfingar vel útskýrðar bæði í texta og með æfingamyndböndum.

Á fyrstu dögum hvers námskeiðs eiga þátttakendur kost á 10-15 mín. samtali við þjálfara þar sem farið er yfir æfingaáherslur, núverandi líkamsástand auk annars sem þátttakendur hafa áhuga á að ræða.

Öll STERKU fjarnámskeiðin okkar eru í gangi allt árið um kring og því hægt að skrá sig og byrja hvenær sem er.

Vilt þú vera með?

"Ég vissi að þetta yrði erfitt og krefjandi í upphafi enn.. vissi alls ekki hvað þessar æfingar eru ótrúlega skemmtilegar. Þetta námskeið er geggjað!"