HVAÐ ERU STERK ÆFINGANÁMSKEIÐ?

STERK námskeið eru "online" fjaræfinganámskeið fyrir byrjendur og lengra komna sem langar að styrkjast, eflast og bæta úthaldið í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem ýmist er hægt að gera með eða án búnaðar.

Námskeiðin eru að fullu keyrð í gegnum lokaðar fésbókargrúppur og allar æfingar vel útskýrðar bæði í texta og æfingamyndböndum sem auðvelt er að fylgja.

Fyrir eða á fyrstu dögum hvers námskeiðs bjóða þjálfarar öllum sem vilja, upp á 10-15 mín. samtal þar sem farið er yfir æfingaáherslur, núverandi líkamsástand, mataræði og hreyfingu, auk annars sem þátttakendur hafa áhuga á að ræða.

Hver þátttakandi stjórnar síðan að fullu hvar og hvaða vikudaga æft er, sem og hvort æfingarnar séu framkvæmdar með eða án búnaðar hverju sinni.

NÆSTU NÁMSKEIÐ HEFJAST:
Mánudaginn 22. maí
Mánudaginn 5. júní

STERKAR KONUR

6 vikna námskeið fyrir konur á öllum aldri

Þrjár 30-60 mínútna æfingar í viku sem hver er ólík þeirri næstu svo æfingaleiði eða að þú sért sífellt að endurtaka sömu æfingarúlluna heyrir fortíðinni til.

Saman njótum við þess að styrkja líkaman alhliða með æfingum sem reyna á styrkleikan, liðleikan og stöðugleikan ásamt því að sinna þrek- og kraftæfingunum mjög vel. Þá skoðum við hvernig gera má heildræna heilsu að viðvarandi forgangsverkefni í lífinu sem og hvernig við getum sjálfar unnið okkur í átt að langvarandi heilsubót og vellíðan.

VERÐ: 15.900

STERKIR KARLAR

6 vikna fjaræfinganámskeið fyrir þig

Þrjár fjölbreyttar og árangursmiðaðar 35-50 mínútna æfingar á viku, sem allar er hægt að framkvæma með fullum búnaði í ræktinni eða heima/utandyra án eða með takmörkuðum búnaði.

Hver æfing er ólík þeirri næstu svo þú munt ALDREI upplifa æfingaleiða eða þú sért ALLTAF að gera það sama frá viku til viku. Í staðinn njótum við þess að styrkja líkaman alhliða með fjölbreyttum æfingum sem reyna samtímis á styrkleikan, liðleikan og stöðugleikan ásamt því að sinna þrek- og kraftæfingunum mjög vel.

VERÐ: 15.900 kr.

STERKUR GRUNNUR

6 vikna námskeið fyrir byrjendur eða þá sem þurfa að fara rólega af stað

Æfinganámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í styrktaræfingunum eða eru að byrja aftur eftir langa pásu, meiðsli, veikindi eða kulnun sem dæmi.

Þrjár 25-45 mínútna æfingar í viku sem allar er hægt að framkvæma með eða án búnaðar, heima, utandyra eða í ræktinni og því auðvelt að koma þeim inn í daglega rútínu án mikillar fyrirhafnar eða endurskipulagningar.

Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þar sem styrktaræfingum, liðleikaæfingum, teygjum, jafnvægis- og stöðugleikaæfingum er blandað saman með það að markmiði að þátttakendur geti notið líðandi stundar í sterkari, stöðugri og skilvirkari líkama.

VERÐ: 15.900 kr.

STERKIR HLAUPARAR

12 vikna námskeið fyrir hlaupara sem vilja styrkjast og geta hlaupið lengra, hraðar og meira

Tvær 25-45 mínútna styrktaræfingar í viku sem ýmist er hægt að gera samhliða hlaupum eða sem stakar styrktaræfingar heima, utandyra eða ræktinni - með eða án búnaðar.

Allar æfingarnar eru sérsniðnar með það að markmiði að efla alhliða styrk, kraft og endurheimt ásamt því að bæta hlaupastíl og fyrirbyggja meiðsli.

Það er staðreynd að alhliða sterkir hlauparar ráða betur við ólíkt undirlag og þær hækkanir/lækkanir sem á vegi þeirra verða ásamt því að gera þá að almennt hraðari, skilvirkari og kraftmeiri hlaupurum.

VERÐ: 21.900 kr.

ATH. Hægt er að kaupa einstaklingsmiðað hlaupaprógram með þessu námskeiði á 16.900 kr.

STERKIR HLAUPARAR

6 vikna námskeið fyrir hlaupara sem vilja bæta sig og geta hlaupið lengra, hraðar og meira

Tvær 25-45 mínútna styrktaræfingar í viku sem ýmist er hægt að gera samhliða hlaupum eða sem stakar styrktaræfingar heima, utandyra eða ræktinni - með eða án búnaðar.

Allar æfingarnar eru sérsniðnar með það að markmiði að efla alhliða styrk, kraft og endurheimt ásamt því að bæta hlaupastíl og fyrirbyggja meiðsli.

Það er staðreynd að alhliða sterkir hlauparar ráða betur við ólíkt undirlag og þær hækkanir/lækkanir sem á vegi þeirra verða ásamt því að gera þá að almennt hraðari, skilvirkari og kraftmeiri hlaupurum.

VERÐ: 13.900 kr.

ATH. Hægt er að kaupa einstaklingsmiðað hlaupaprógram með þessu námskeiði á 10.500 kr.

STERKIR HJÓLARAR

Að hjóla er einfaldlega miklu skemmtilegra í þínu besta formi

Sex vikna fjarstyrktarþjálfun fyrir þig sem vilt auka alhliða styrk, kraft og endurheimt í gegnum tvær hjólamiðaðar styrktaræfingar í viku.
Hver æfing er um 25-45 mín. að lengd og hægt að gera með eða án búnaðar, hvar og hvenær sem þér hentar.

Eftir því sem líkaminn styrkist, eflist og endurheimt eykst, muntu ráða mun betur við vindinn og brekkurnar, auk þess að verða alhliða öruggari og skilvirkar í öllum hreyfingum og aðstæðum.

VERÐ: 13.900 KR.

STERKIR UNGLINGAR

Sex vikna námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.

Námskeiðið hentar jafnt þeim sem hafa litla sem enga reynslu af líkamsrækt og þeim sem hafa reynslu og eru jafnvel að stunda íþróttagrein samhliða en langar til að vinna með og efla líkamlegt atgervi í gegnum aukin styrk, kraft og liðleika.

Tvær fjölbreyttar 25-45 mínútna æfingar í viku koma inn á lokaðan Facebook hóp. Æfingarnar eru útskýrðar með góðri textaskýringu og myndbandi og ekkert því til fyrirstöðu að bjóða pabba og mömmu með á æfingar. Ekki er gerð krafa um æfingarbúnað en allar æfingar er hægt að gera með og án búnaðar.

Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu, alhliða styrk, kraft, liðleika og úthald.

VERÐ: 13.900 KR.

STERK FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

Fyrir þá sem vilja halda áfram að styrkjast og eflast á sál og líkama

Allir sem lokið hafa 6 vikna upphafsnámskeiðum í STERKAR KONUR, STERKIR KARLAR og/eða STERKIR HLAUPARAR geta haldið áfram að styrkjast, eflast og njóta þess að æfa árangursríkt með því að skrá sig á STERK FRAMHALDSNÁMSKEIÐ.

Er hægt að taka þátt í öllum STERKUM FRAMHALDSNÁMSKEIÐUM til 6, 12 eða 18 vikna, í hálft eða heilt ár.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um framhaldsnámskeiðin okkar þá endilega vertu í sambandi.