HLÚUM AÐ HEILSU OG VELLÍÐAN

Þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks þá staðfesta rannsóknir síendurtekið mikilvægi þess að stuðla að heilsueflandi fyrirtækjamenningu þar sem reglubundin hreyfing og æfingar eru stundaðar af sem flestum, allt árið um kring. Spilar þetta stórt hlutverk í því hvernig starfsfólk bregst við og vinnur úr streitu, þreytu og áhyggjum auk þess sem reglubundin hreyfing leiðir til aukinnar framleiðni, starfsorku og sköpunargáfu.

HVAÐ ER Í BOÐI?

Við eigum og rekum æfingavefinn coachbirgir.com sem hefur að geyma fjölda árangursmiðaðra tilbúinna æfingaprógramma á lokuðum áskriftarvef.

Við viljum bjóða þínu starfsfólki aðgang að öllum okkar æfingaprógrömmum gegn vægu árgjaldi. 

Prógrömmin eru afar fjölbreytt og sniðin að ólíkum markhópum með ólíkar þarfir og hæfni. Hægt er að stunda æfingarnar í ræktinni, utandyra eða heima – með og án búnaðar. Allar æfingar eru linkaðar beint á YouTube æfingamyndbönd.

Verð fyrir ársaðgang að vefnum er flokkað eftir fjölda starfsfólks hvers fyrirtækis:

1 - 24 starfsmenn. Kr.: 80.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
25 - 49 starfsmenn. Kr.: 150.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
50 - 74 starfsmenn. Kr.: 200.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
75 - 100 starfsmenn. Kr.: 250.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
101 - 149 starfsmenn. Kr.: 300.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
150 - 199 starfsmenn. Kr.: 350.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
200 - 250 starfsmenn. Kr.: 400.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
250 - 350 starfsmenn. Kr.: 450.000 á ári fyrir allt þitt starfsfólk.
+ 400 starfsmenn. Samkvæmt samkomulagi.

VILTU VITA MEIRA?

Við bjóðum einnig upp á fyrirlestra og viðburði ýmist á staðnum eða í gegnum fjarbúnað eins og lengri og skemmri fyrirlestra, funda- eða fyrirlestraraðir, spurt & svarað, fyrirtækjaæfingar og/eða hópeflisdaga. Gerum við fyrirtækjum tilboð í slíka þjónustu skv. umfangi hvers verkefnis fyrir sig. Við höfum unnið að heilsueflingu og þjálfað fjölda fyrirtækja í áraraðir, hvort sem er í fyrirtækjaþjálfun, þjálfun í gegnum fjarbúnað, með heilsu– og hvatningarfyrirlestrum, fyrirtækjakeppnum og –áskorunum og fleira.

UM OKKUR

Á bak við coachbirgir.com standa hjónin Arnaldur Birgir Konráðsson (Biggi þjálfari) og Linda Svanbergsdóttir. Höfum við sl. 5 ár búið ásamt börnum okkar í Kaupmannahöfn og unnið að mörgum skemmtilegum og spennandi verkefnum á sviði þjálfunar og heilsu. Bigga þekkja líklega flestir en hann er einn af reynslumeiri einkaþjálfurum landsins og hefur þjálfað einstaklinga, hópa, fyrirtæki og afreksíþróttafólk í yfir 25 ár og því komið víða við á sínum langa og farsæla þjálfunarferli. Í gegnum Coach Birgir bjóðum við upp á einkaþjálfun, fjarþjálfun, þjálfun afreksíþróttamanna sem og gerð æfingaprógramma fyrir almenning, íþróttafólk og íþróttalið auk þess að halda úti heimasíðunni www.coachbirgir.com sem bíður upp á tilbúin 4-8 vikna æfingaprógrömm sem auðvelt er að nálgast á efsíðunni og fylgja (æfingamyndbönd fylgja öllum æfingum). Þá höldum við einnig úti áhugaverðri YouTube rás og Instagram reikningi þar sem hægt er að nálgast aragrúa frábærra æfinga og æfingahugmynda.